föstudagur, 29. ágúst 2008

Tenglar

Hér til hliðar eru gagnlegir tenglar, þar má meðal annars finna eftirfarandi:

Reiknistofnun: hér getið þið fundið leiðbeiningar um það hvernig þið tengið tölvuna ykkar við háskólanetið (veljið nettengingar)– Hér getið þið einnig nálgast EndNote heimildaskráa forritið, MindManager ofl. undir linknum Hugbúnaður - ATH þið verðið að vera á háskólasvæðinu þegar þið náið í þessi forrit. Einnig er hægt að hringja, senda póst eða koma við ef ykkur vantar aðstoð - Sími: 5254222 - netfang: help@hi.is

Gegnir: er gagnagrunnur bókasafnanna. Ef þið farið uppá bókasafn fáið þið kort og einnig notendanafn og lykilorð til að nota á Gegni, þá hafið þið aðgang að ykkar svæði og getið pantað bækur sem eru í útláni, framlengt láni á bókum sem þið eruð með og fylgst með ykkar stöðu.

Mentor - nemendafélagið okkar: Við viljum hvetja ykkur til þess að kíkja reglulega inn á síðu Mentor sem er okkar nemendafélag og taka þátt í viðburðum sem boðið er uppá.

Stúdentamiðlun: þar er hægt að kaupa og selja notaðar bækur og fl.

Stúdentaráð: er ykkar hagsmunafélag innan háskólans eins og fram kom á nýnemafundinum. Farið strax þangað inn, veljið stúdentakort og sækið um slíkt, kortið veitir ykkur afslátt í matsölunni, sólarhrings aðgang að byggingum skólans ásamt ýmsum tilboðum.

Strætó: hér sækið þið um strætókort til þess að eiga kost á því að ferðast ókeypis um borgina :)

Bóksala Stúdenta
: hér finnið þið bókalista fyrir önnina. Veljið Háskóla Íslands og síðan Félagsráðgjöf undir félagsvísindasviði, ATH þið eruð einnig í áfanga með félagsfræðinni sem heitir Almenn félagsfræði og eru bækurnar fyrir þann áfanga því
undir Félagsfræði ekki Félagsráðgjöf. Það eru fleiri áfangar sem við tökum með þeim seinna svo ef þið finnið ekki eitthvað námskeið undir Félagsráðgjöf á komandi misserum þá skulið þið kanna aðrar deildir. T.d. er Aðferðafræði einnig undir Félagsfræði og Stjórnmálafræðikúrs sem þið takið undir Stjórnmálafræðinni.

Spjall - Félagsráðgjafanema: Hér getið þið skráð ykkur inn og tekið þátt í spjalli, glósuskiptum og fl. við samnemendur og nemendur sem eru komnir lengra í námi.

Munið svo að Lesheftin fást í Háskólaprenti og ítarefni er ekki til prófs.


Endilega verið í sambandi við ykkar Mentor ef þið hafið einhverjar spurningar!!

Engin ummæli: