Tíundi september er síðasti dagurinn til þess að breyta skráningu og því mikilvægt fyrir ykkur að skoða í Uglunni hjá ykkur í hvaða námskeið þið eruð skráð, ef þið vitið ekki hvernig á að gera þetta hafið samband við ykkar Mentor.
Námskeiðin sem þið eigið að vera skráð í ef þið hyggist stunda fullt nám við deildina eru:
Haust 2008
FÉL102G Almenn félagsfræði: Klassískar kenningar og nútímaþjóðfélagið
FRG101G Almenn félagsráðgjöf: Saga, kenningar og fagþróun
FRG102G Kenningar um mannlega hegðun, ytri og innri mótunarþættir
FRG103G Áfengis- og vímuefnamál
FRG104G Vinnulag í félagsráðgjöf
Vor 2009
FÉL204G Aðferðafræði I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda
FRG202G Félagsmálastefnur - velferð og vandi
FRG203G Ofbeldi og vanræksla í fjölskyldum
FRG204G Fjölskyldur og fjölskyldustefna
FRG205G Áföll, sorg og sálræn skyndihjálp
Ef þið eruð ekki í fullu námi þá viljum við ráðleggja ykkur að vera í það minnsta skráð í Vinnulag í félagsráðgjöf á haustönn og á vorönn er mikilvægt að þið klárið Aðferðarfræði 1 og Félagsmálastefnur - velferð og vandi þar sem það eru forkröfur í önnur námskeið á öðru ári.
Gangið nú úr skugga um að þið séuð skráð í öll þessi námskeið, bæði fyrir haustönn og vorönn!!
Skoðið svo kennsluskránna vel, þið þurfið að taka öll námskeið þar sem stendur skylda. Þið hafið ekki nema 12 einingar í val, þegar þið hafið tíma getið þið skoðað hvaða val er í boði og hvenær það hentar ykkur best að taka það.
Til þess að verða félagsráðgjafi þarf að klára öll skyldunámskeið í grunnnámi og 12 einingar í val = 180 einingar + MA til starfsréttinda = 120 einingar.
Ef þetta vefst eitthvað fyrir ykkur talið þá við ykkar Mentor eða Sigrúnu Jónsdóttur verkefnastjóra í Félagsráðgjafadeild.
miðvikudagur, 3. september 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli