Nú er önnur vikan senn á enda. Þið hafið upplifað og tekist á við margt nýtt við að hefja nám í nýjum skóla, nýju umhverfi, með nýjum einstaklingum og nýjum áherslum. Fyrstu dagarnir fara gjarna í allskonar snatt, kaupa bækur og hefti, sækja um námslán, flytja inn á stúdentagarða, finna stofur svo fátt eitt sé nefnt. Líklega hefur þessi tími gengið stórslysalaust fyrir sig en líklega ekki átakalaust með öllu. Þetta er heilmikið að takast á við og eflaust margir sem standa sig að því að vera mjög þreyttir, svona fyrstu dagana.
Ég vona að þið hafið getað nýtt ykkur Mentorana ykkar og að þeir hafi reynst ykkur vel, við munum að sjálfsögðu halda áfram að gera okkar besta við að aðstoða ykkur og treystum því að þið verðið ófeimin við að leita til okkar í vetur.
Nú eru allir Mentorarnir að skipuleggja fund með sínum hóp, þetta er mikilvægur liður í Mentorakerfinu og tilvalið tækifæri til þess að hitta Mentorinn sinn í fámennum hóp, spyrja spurninga og eins njóta góðs af spurningum annarra. Mentorinn mun jafnframt fari yfir nokkra þætti sem hann telur mikilvægt að þið vitið en dettur eftil vill ekki í hug að spyrja um. Ég vil því hvetja alla til þess að gefa sér tíma til að mæta.
fimmtudagur, 11. september 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli