laugardagur, 27. september 2008

Keila - 1.okt. kl. 20:00

Miðkudaginn 1. október kl. 20:00 ætlum við Mentorarnir að skella okkur með áhugasömum í Keilu. Við vonum að sjálfsögðu að þið komið öll og takið með okkur einn leik. Það eru bara hressir og skemmtilegir nýnemar í þessum hóp svo við reiknum með feiknar fjöri og örugglega smá keppni ef það er áhugi fyrir því ;)

Ef þið ætlið með langar mig að biðja ykkur að skrá ykkur í comments við þennan póst svo hægt sé að áætla fjöldann.

Áætlaður kostnaður er á bilinu 500-1000 á mann. Nákvæmari tala verður auglýst síðar. en ljóst er að hún verður þarna á bilinu.

9 ummæli:

Helga Rut sagði...

verður ekki keppni milli Mentora og hópanna þeirra, þ.e. ég og minn hópur erum t.d. eitt lið..;)

kv. Helga.. ;)

Erla sagði...

Ég kem í keilu :) hress og kát að vanda með mína snilldar keiluhæfileika !!!!
kv. Erla

Sólveig Sigurðardóttir sagði...

Ég mæti að sjálfsögðu;)
Hlakka til að sópa niður keilunum með glæsibrag;)

Kv. Sólveig

Nafnlaus sagði...

Ég er til í að vera með.. sýna að ég get skemmt mér líka án áfengis ;)

Kv. Ólafur Örn

Nafnlaus sagði...

ég mæti og hlakka til ;)

Kv. Klara Valgerður

Nafnlaus sagði...

Ég ætla að mæta ef ég verð búin að ná þessari flensu úr mér!:(
kv. Friðmey

Margrét sagði...

Mér sýnist ekkert ætla að verða svakalega góð þátttaka af hálfu nýnema, en við munum fara engu að síður. Ef við fáum nokkra nýnema í viðbót getum við haft battle á milli Mentora og nýnema. Hvernig lýst ykkur á það?

Nafnlaus sagði...

ég kemst ekki :(

kv. friðmey

Margrét sagði...

Það var eitthvað dauf mætingin í keiluna að þessu sinni en Ólafur kom einn og stóð sig eins og hetja.

Takk fyrir skemmtilegt kvöld ;)