þriðjudagur, 20. janúar 2009

Velkomin í Félagsráðgjöf

Við bjóðum nemendur sem hófu nám nú á vorönn innilega velkomna. Það var frábært að sjá svona mörg ykkar á kynningunni í gær. Við vonum að ykkur muni líða vel í deildinni og að námið gangi vel.

Við Mentorarnir verðum ykkur innan handar og ef þið hafið einhverja spurningar þá skuluð þið ekki hika við að leita til okkar.

laugardagur, 27. september 2008

Keila - 1.okt. kl. 20:00

Miðkudaginn 1. október kl. 20:00 ætlum við Mentorarnir að skella okkur með áhugasömum í Keilu. Við vonum að sjálfsögðu að þið komið öll og takið með okkur einn leik. Það eru bara hressir og skemmtilegir nýnemar í þessum hóp svo við reiknum með feiknar fjöri og örugglega smá keppni ef það er áhugi fyrir því ;)

Ef þið ætlið með langar mig að biðja ykkur að skrá ykkur í comments við þennan póst svo hægt sé að áætla fjöldann.

Áætlaður kostnaður er á bilinu 500-1000 á mann. Nákvæmari tala verður auglýst síðar. en ljóst er að hún verður þarna á bilinu.

Hópfundir

Nú ættu allir að vera búnir að fá einn fund með sínum Mentor, eða í það minnsta hafa fengið tilboð um slíkt. Ég vona að þessir fundir hafi reynst ykkur gagnlegir. Við munum bjóða aftur uppá svona hópfund seinna á önninni en fram að því getið þið verið í sambandi við ykkar Mentor. Eins og áður hefur komið fram getið þið hringt, sent e-mail eða óskað eftir fundi með Mentornum ykkar ef þið hafið einhverjar spurningar, eða bara viljið ræða við hann.

fimmtudagur, 11. september 2008

Önnur vikan senn á enda

Nú er önnur vikan senn á enda. Þið hafið upplifað og tekist á við margt nýtt við að hefja nám í nýjum skóla, nýju umhverfi, með nýjum einstaklingum og nýjum áherslum. Fyrstu dagarnir fara gjarna í allskonar snatt, kaupa bækur og hefti, sækja um námslán, flytja inn á stúdentagarða, finna stofur svo fátt eitt sé nefnt. Líklega hefur þessi tími gengið stórslysalaust fyrir sig en líklega ekki átakalaust með öllu. Þetta er heilmikið að takast á við og eflaust margir sem standa sig að því að vera mjög þreyttir, svona fyrstu dagana.

Ég vona að þið hafið getað nýtt ykkur Mentorana ykkar og að þeir hafi reynst ykkur vel, við munum að sjálfsögðu halda áfram að gera okkar besta við að aðstoða ykkur og treystum því að þið verðið ófeimin við að leita til okkar í vetur.

Nú eru allir Mentorarnir að skipuleggja fund með sínum hóp, þetta er mikilvægur liður í Mentorakerfinu og tilvalið tækifæri til þess að hitta Mentorinn sinn í fámennum hóp, spyrja spurninga og eins njóta góðs af spurningum annarra. Mentorinn mun jafnframt fari yfir nokkra þætti sem hann telur mikilvægt að þið vitið en dettur eftil vill ekki í hug að spyrja um. Ég vil því hvetja alla til þess að gefa sér tíma til að mæta.

miðvikudagur, 3. september 2008

Námskeið á fyrsta ári

Tíundi september er síðasti dagurinn til þess að breyta skráningu og því mikilvægt fyrir ykkur að skoða í Uglunni hjá ykkur í hvaða námskeið þið eruð skráð, ef þið vitið ekki hvernig á að gera þetta hafið samband við ykkar Mentor.

Námskeiðin sem þið eigið að vera skráð í ef þið hyggist stunda fullt nám við deildina eru:

Haust 2008

FÉL102G Almenn félagsfræði: Klassískar kenningar og nútímaþjóðfélagið
FRG101G Almenn félagsráðgjöf: Saga, kenningar og fagþróun
FRG102G Kenningar um mannlega hegðun, ytri og innri mótunarþættir
FRG103G Áfengis- og vímuefnamál
FRG104G Vinnulag í félagsráðgjöf

Vor 2009
FÉL204G Aðferðafræði I: Rannsóknaraðferðir félagsvísinda
FRG202G Félagsmálastefnur - velferð og vandi
FRG203G Ofbeldi og vanræksla í fjölskyldum
FRG204G Fjölskyldur og fjölskyldustefna
FRG205G Áföll, sorg og sálræn skyndihjálp

Ef þið eruð ekki í fullu námi þá viljum við ráðleggja ykkur að vera í það minnsta skráð í Vinnulag í félagsráðgjöf á haustönn og á vorönn er mikilvægt að þið klárið Aðferðarfræði 1 og Félagsmálastefnur - velferð og vandi þar sem það eru forkröfur í önnur námskeið á öðru ári.

Gangið nú úr skugga um að þið séuð skráð í öll þessi námskeið, bæði fyrir haustönn og vorönn!!

Skoðið svo kennsluskránna vel, þið þurfið að taka öll námskeið þar sem stendur skylda. Þið hafið ekki nema 12 einingar í val, þegar þið hafið tíma getið þið skoðað hvaða val er í boði og hvenær það hentar ykkur best að taka það.

Til þess að verða félagsráðgjafi þarf að klára öll skyldunámskeið í grunnnámi og 12 einingar í val = 180 einingar + MA til starfsréttinda = 120 einingar.

Ef þetta vefst eitthvað fyrir ykkur talið þá við ykkar Mentor eða Sigrúnu Jónsdóttur verkefnastjóra í Félagsráðgjafadeild.

föstudagur, 29. ágúst 2008

Tenglar

Hér til hliðar eru gagnlegir tenglar, þar má meðal annars finna eftirfarandi:

Reiknistofnun: hér getið þið fundið leiðbeiningar um það hvernig þið tengið tölvuna ykkar við háskólanetið (veljið nettengingar)– Hér getið þið einnig nálgast EndNote heimildaskráa forritið, MindManager ofl. undir linknum Hugbúnaður - ATH þið verðið að vera á háskólasvæðinu þegar þið náið í þessi forrit. Einnig er hægt að hringja, senda póst eða koma við ef ykkur vantar aðstoð - Sími: 5254222 - netfang: help@hi.is

Gegnir: er gagnagrunnur bókasafnanna. Ef þið farið uppá bókasafn fáið þið kort og einnig notendanafn og lykilorð til að nota á Gegni, þá hafið þið aðgang að ykkar svæði og getið pantað bækur sem eru í útláni, framlengt láni á bókum sem þið eruð með og fylgst með ykkar stöðu.

Mentor - nemendafélagið okkar: Við viljum hvetja ykkur til þess að kíkja reglulega inn á síðu Mentor sem er okkar nemendafélag og taka þátt í viðburðum sem boðið er uppá.

Stúdentamiðlun: þar er hægt að kaupa og selja notaðar bækur og fl.

Stúdentaráð: er ykkar hagsmunafélag innan háskólans eins og fram kom á nýnemafundinum. Farið strax þangað inn, veljið stúdentakort og sækið um slíkt, kortið veitir ykkur afslátt í matsölunni, sólarhrings aðgang að byggingum skólans ásamt ýmsum tilboðum.

Strætó: hér sækið þið um strætókort til þess að eiga kost á því að ferðast ókeypis um borgina :)

Bóksala Stúdenta
: hér finnið þið bókalista fyrir önnina. Veljið Háskóla Íslands og síðan Félagsráðgjöf undir félagsvísindasviði, ATH þið eruð einnig í áfanga með félagsfræðinni sem heitir Almenn félagsfræði og eru bækurnar fyrir þann áfanga því
undir Félagsfræði ekki Félagsráðgjöf. Það eru fleiri áfangar sem við tökum með þeim seinna svo ef þið finnið ekki eitthvað námskeið undir Félagsráðgjöf á komandi misserum þá skulið þið kanna aðrar deildir. T.d. er Aðferðafræði einnig undir Félagsfræði og Stjórnmálafræðikúrs sem þið takið undir Stjórnmálafræðinni.

Spjall - Félagsráðgjafanema: Hér getið þið skráð ykkur inn og tekið þátt í spjalli, glósuskiptum og fl. við samnemendur og nemendur sem eru komnir lengra í námi.

Munið svo að Lesheftin fást í Háskólaprenti og ítarefni er ekki til prófs.


Endilega verið í sambandi við ykkar Mentor ef þið hafið einhverjar spurningar!!

Velkomin í Félagsráðgjöf

Við viljum byrja á því að óska ykkur innilega velkomin og þakka ykkur sem mættuð á nýnemakynninguna kærlega fyrir góðan dag. Það eru auðsjáanlega frábærir einstaklingar að hefja nám við deildina, enda ekki von á öðru.

Í vetur er ætlunin að taka sérstaklega vel á móti nýnemum við deildina svo aðlögunin verði eins auðveld og þægileg og hægt er. Til að ná þessu fram höfum við tekið upp svokallað Mentorakerfi og verður öllum nýnemum í Félagsráðgjöf boðið að fá úthlutaðan Mentor. Sjö frábærir einstaklingar úr MA til starfsréttinda hafa tekið að sér hlutverk Mentora, þau eru: Elín Guðrún, Elísabet, Gylfi, Helga Rut, Margrét, Sigurlaug og Sólveig.

Hlutverk Mentoranna er að auðvelda aðkomu nýnemanna að nýjum skóla. Fyrst með kynnisferð um háskólasvæðið og Ugluna og síðan munu Mentorarnir vera nemendum innan handar út önnina og veita þeim hagnýtar upplýsingar eftir þörfum, greiða fyrir félagslegum tengslum, hjálpa nýnemunum að aðlagast kennsluháttum í háskólanum, vísa nemendum á þá þjónustu sem þeir eiga kost á ásamt fleiru.

Mentorum er ekki ætlað að aðstoða nýnemana með verkefni eða annað námsefni.

Nýnemunum er í sjálfvald sett hversu mikið þeir leita til Mentorins síns. Mentorar hafa gefið upp e-mail og síma svo hægt sé að ná í þá en einnig er hægt að óska eftir fundi með sínum Mentor.

Hver Mentor getur verið með um það bil 10 nýnema í sinni umsjá, ef einhver vill einhverra hluta vegna tilheyra hóp annars Mentors en honum hefur verið úthlutaður þá er best að hafa samband við mig, Margréti, en ég sé um utanumhald verkefnisins.

Við vonum að þið verðið ánægð með þátttöku og hlökkum til að kynnast ykkur betur í vetur ;)